Tiger sagður örvinglaður

Snekkja Tigers í höfninni í Palm Beach.
Snekkja Tigers í höfninni í Palm Beach. Reuters

Enn hefur kylfingurinn Tiger Woods ekki sést opinberlega frá því hann lenti í bílslysi í nóvember og í kjölfarið kom í ljós að einkalíf hans var ekki eins slétt og fellt og hann hafði viljað vera láta. Bandarísk götusölublöð segja, að Tiger sé örvinglaður vegna þess að hann óttist að Elin Nordegren, eiginkona hans, skilji við hann og flytji með börn þeirra tvö til Svíþjóðar. 

Blaðið New York Post hefur eftir ónafngreindum vini Tigers, að kylfingurinn sé langt niðri enda sé allt í kringum hann að hrynja. Nordegren neiti að tala við hann og það eina sem hún hafi sagt við eiginmanninn sé að hann ætti að meðferð.

Í dag bættust tvær meintar ástkonur Tigers við í safnið og fylla þær þá tuginn. Sú síðasta heitir Theresa Rogers, er sögð vera á fimmtugsaldri og hafa lengi verið í sambandi við Tiger. 

Á vefnum msnbc.com er haft eftir nokkrum konum, sem áttu í sambandi við Tiger, að hann hafi gefið þeim reglulega peninga, 5-10 þúsund dali á mánuði, sem voru lagðir inn á bankareikninga þeirra. Þótt ekkert formlegt samkomulag hafi verið gert litu þær svo á, að um væri að ræða greiðslur fyrir þagmælsku þeirra.  

Slúðurvefurinn TMZ.com, sem fjallað hefur ýtarlega um mál Tigers að undanförnu, fullyrðir að hann búi nú í snekkju sinni í Palm Beach á Flórída en Nordegren sé með börnin í húsi þeirra hjóna nálægt Orlando. 

Tiger Wood á golfmóti fyrr á árinu.
Tiger Wood á golfmóti fyrr á árinu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg