Orrahríð orða í Wasilla

Sarah Palin
Sarah Palin Reuters

Fyrrum ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, Sarah Palin, sagði í fréttaþættinum Fox News Sunday í dag að hún og fjölskylda hennar hafi breytt daglegri hegðan sinni vegna rithöfundar sem flutti nýverið í næsta hús við Palin fjölskylduna. Hvatti hún rithöfundinn til að snúa sér að einhverju öðru en hann er að skrifa bók um Palin í óþökk við hana.

Rithöfundurinn og blaðamaðurinn, Joe McGinniss, leigði í maí sl. hús í sömu götu og Palin býr í en hann hefur skrifað nokkrar metsölubækur, meðal annars um Richard Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseta.

Palin sagði í viðtalinu á Fox sjónvarpsstöðinni í dag að fjölskyldan forðist nú ákveðna hluta heimilisins þar sem hann geti séð til þeirra og þau gæti þess að dvelja aldrei fyrir framan hús sitt í bænum Wasilla. Hún segir að nærvera McGinniss geri sig óörugga og hún bíði þeirrar stundar er hann yfirgefi Wasilla í október. Vonar Palin að hann reyni þá að eignast eigið líf í stað þess að trufla líf annarra.

Undanfarna mánuði hafa þau Palin og McGinniss háð harða orrahríð orða. Skrifaði Palin á Facebook síðu sína í maí að hann fylgdist með börnum hennar að leik og kíkti inn um eldhúsglugga hennnar. Velti hún því fyrir sér hvaða efni hann nái að safna með því að horfa inn í svefnherbergi Piper dóttur hennar, garðinn hennar og sundlaug fjölskyldunnar.

McGinniss sagði í viðtali við Washington Post í maí að eigandi hússins treysti honum til að virða friðhelgi einkalífs Palins og lýsti viðbrögðum hennar sem móðursýki.  Bók hans: „Sarah Palin's Year of Living Dangerously"er væntanleg í hillur bókabúða á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg