Opinská heimildarmynd um Harrison

George Harrison.
George Harrison. Reuters

Kvikmyndagerðarmaðurinn Martin Scorsese vinnur að heimildarmynd um Bítilinn George Harrison, en myndin er sögð varpa nýju ljósi á samband Bítilsins við konur og hvernig þær höfðu áhrif á tónlist hans.

Ekkja Bítilsins, Olivia Harrison, hefur veitt Scorsese aðgang að bréfum eiginmanns síns og myndskeiðum sem tekin voru á heimili þeirra. Í myndinni segir Olivia Harrison að hún hafi barist við að halda sambandinu við George gangandi. Í myndinni segir gítarleikarinn Eric Clapton frá því hvernig öfundsýki hafi eitrað samband tónlistarmannanna eftir að Clapton varð ástfanginn af Pattie Boyd, sem var fyrri eiginkona Harrisons.

Olivia Harrison, sem framleiðir heimildarmyndina og veitti Scorsese ótakmarkaðan aðgang að öllum gögnum fjölskyldunnar, segir í myndinni frá sambandi hans við konur. Hún segir einnig frá því þegar maður braust inn í hús þeirra og réðst á Harrison, en hann særðist alvarlega í árásinni. Hann var þá að jafna sig vegna krabbameinsmeðferðar. Harrison lést úr krabbameini árið 2001, 58 ára gamall.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg