Tekjuhæsti látni listamaðurinn

Michael Jackson.
Michael Jackson. mbl.is/Cover Media

Annað árið í röð nær Michael Jackson að vera tekjuhæsti látni listamaðurinn. Samkvæmt lista Forbes tímaritsins. Jackson lést fyrir tveimur árum og aflaði tekna að upphæð 170 milljónir dollara síðustu tólf mánuði. Er það meira en allir aðrir listamenn hérna megin grafar og hinum megin hafa aflað síðasta ár, fyrir utan Írska rokkbandið U2.

Elvis er í öðru sæti á lista Forbes með 55 milljónir dollara í tekjur, má þakka það söngbók og sýningu í Las Vegas þar sem lög hans eru flutt. Marilyn Monroe er í þriðja sæti með 27 milljónir dollara í tekjur. Charles Schulz sem skapaði teiknimyndafígúruna Peanuts er fjórði. John Lennon þarf að deila fimmta sætinu með Elizabeth Taylor en þau græddu bæði 12 milljónir dollara á síðustu tólf mánuðum. Tekjur Lennons koma að mestu frá því að aðrir listamenn borga fyrir að flytja tónlist hans en Taylor græðir mest á ilmvatni sínu White Diamonds. Tekjur Taylor munu þó líklega aukast verulega í desember því þá verða skartgripir hennar, listaverk og kjólar boðnir upp. Gæti það fært dánarbúi hennar 30 milljónir dollara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg