Russell Crowe hástemmdur á Suðurlandi

„Ég dvel á víðfeðmum öskubreiðum í skjóli eldvirks jökuls. Leiðin í vinnuna er fjallganga. Njótið dagsins,“ tísti Russell Crowe í morgun. Hann er staddur á Suðurlandi og virðist uppnuminn yfir náttúrunni. Hann segist hafa synt í sjónum í Reynisfjöru á mánudag, „hættulegustu strönd Íslands“.

„Á mánudaginn tók ég sundsprett í sjónum, sem hluta af senu. Ég get ekki lýst kuldasjokkinu. Var sagt í morgun að þetta sé „hættulegasta strönd á Íslandi,“ segir Crowe á Twitter síðu sinni fyrir hálftíma.

Líkt og MBL.IS hefur sagt frá er Crowe staddur ásamt tökuliði Hollywood-myndarinnar Nóa á Suðurlandi og var síðustu tveimur dögum varið í tökum við sjóinn í Reynisfjöru. Nú virðist sviðsmyndin vera komin upp undir jökul og birtir hann í dag mynd sem sýnir jökulsporðinn og Mýrdalssand, undir titlinum: „Á skrifstofunni.“

„Vindurinn lemur eldfjallaeyðimörkina, aska og sandur rjúka í 40 feta öldum yfir sléttuna, í fjarska ómar bráðnun jökulsins," tístir Crowe og er skáldlegur mjög.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg