Bjargið fílunum, annars fer ég til Rússlands

Brigitte Bardot.
Brigitte Bardot. AFP

Franska leikkonan Brigitte Bardot hótar að feta í fótspor landa síns, Gerards Depardieu, og fá ríkisborgararétt í Rússlandi nema hætt verði við aflífun tveggja fíla.

Vladimír Pútín var ekki lengi að afgreiða ríkisborgararétt fyrir Depardieu sem vill ekkert með heimalandið hafa vegna skattahækkana.

Ástæður Bardot fyrir landflóttanum eru þó aðrar, hún vill að yfirvöld komi í veg fyrir að fílarnir Baby og Nepal verði teknir af lífi.

Fílarnir eru í dýragarði í Lyon og sagðir berklaveikir. Dýragarðsyfirvöld segja hættu á því að þeir smiti önnur dýr í garðinum.

Borgaryfirvöld fóru því fram á að dýrin yrðu felld en því hafa margir dýraverndunarsinnar mótmælt harðlega. Það varð til þess að eigandi þeirra, sirkusstjórinn Gilbert Edelstein, aumkaði sig yfir þá og frestaði dauða þeirra fram yfir jól.

Bardot segist hins vegar ætla að yfirgefa Frakkland ef fílarnir verði ekki náðaðir fyrir fullt og allt.

„Ef yfirvöld eru svo kjarklaus og skammlaus að drepa Baby og Nepal hef ég ákveðið að taka upp rússneskt ríkisfang og yfirgefa þetta land sem er ekkert annað en dýrakirkjugarður,“ sagði í yfirlýsingu Bardot.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg