Kynfræðsla fyrir fullorðna

Pörupiltar frumsýna kynfræðslu sína á sunnudaginn kemur.
Pörupiltar frumsýna kynfræðslu sína á sunnudaginn kemur.

Sunnudaginn 23. mars hefja Pörupiltar í samstarfi við Borgarleikhúsið almennar kvöldsýningar á Kynfræðslu Pörupilta á litla sviði Borgarleikhússins. Pörupiltar eru mættir aftur til leiks eftir velgengni Homo Erectus sem sýnt var í Þjóðleikhúskjallaranum í tvo vetur og fór sú sýning út fyrir landsteinana. Nú eru þeir strákarnir komnir í kynlífið og ætla að fræða unglinga og fullorðna. Öllum 10. bekkingum í Reykjavík var boðið á sýninguna í febrúar og voru viðtökurnar vonum framar.

Strákarnir Dóri Maack, Nonni Bö & Hermann Gunnarsson hafa lengi verið á atvinnuleysisbótum en þeir kynntust á sjálfstyrkingarnámskeiði hjá Vinnumálastofnun. Núna eiga þeir á hættu að missa bæturnar nema þeir taki þátt í samfélagslegu verkefni. Eftir stutta yfirlegu ákváðu þeir að tækla kynfræðslu enda hafa þeir reynslu á því sviði, mismikla þó. Þeir hafa miklar væntingar og eru vel undirbúnir en einhverra hluta vegna endar alltaf allt í rugli hjá þeim. Verkefnið er styrkt af Hlaðvarpanum, Samfélagssjóði Landsbankans og Sprotasjóði.

Leikhópurinn Pörupiltar samanstendur af leikkonunum Sólveigu Guðmundsdóttur, Maríu Pálsdóttur og Alexíu Björgu Jóhannesdóttur. Þær hafa síðastliðin átta ár komið fram undir nafni Pörupilta. Síðasta uppistand þeirra, Homo Erectus, gekk í tvo vetur í Þjóðleikhúskjallaranum við frábærar undirtektir og ferðaðist á leiklistarhátíðir erlendis. Pörupiltar settu upp verkið Beðið eftir Godot í Borgarleikhúsinu árið 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes