Stigatöflur fyrir Eurovision

Tvö stigablöð eru í boði: Annað fyrir börn og hitt …
Tvö stigablöð eru í boði: Annað fyrir börn og hitt fyrir fullorðna.

Hvaða lag í forkeppni Eurovision í kvöld fær aulahrollsstigin þín? Nú eða „besti vinur aðal-stigin“? Mbl.is hefur útbúið fjörlegar stigatöflur fyrir keppni kvöldsins, bæði fyrir börn og fullorðna. Hér að neðan eru þær í prentvænu formi.

Í forkeppni kvöldsins munu strákarnir í Pollapönk stíga á svið. Þeir eru fimmtu í röðinni á sviðið. En þeir eru ekki eina skemmtilega atriðið í þessari fyrri forkeppni. Að venju er keppnin fjölbreytt og alveg bráðnauðsynlegt að fara óhefðbundnar leiðir í stigagjöfinni.

Hver fer t.d. óhefðbundnustu leiðirnar í fatavali? Hver notar mest af „staðalbúnaði“, s.s. reyk, vindi og sprengingum? Hverjir eru mestu hermikrákurnar?

Allt þetta og miklu, miklu fleira er meðal þess sem þú getur gefið stig á stigatöflu mbl.is.

Það er Elín Esther Magnúsdóttir, grafíkmeistari mbl.is, sem hefur útbúið töflurnar. Tvær töflur eru í boði í ár - bæði fyrir börn og fullorðna. Útsending RÚV frá fyrri forkeppninni hefst kl. 19 í kvöld.

Prentaðu út - skráðu stigin - og njóttu kvöldsins!

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg