Fórnarlömbin eiga ekki sökina

Anna Kendrick.
Anna Kendrick. AFP

Leikkonan Anna Kendrick kveðst reyna að vera jákvæð og líta á björtu hliðarnar eftir að nektarmyndum af henni var lekið á netið ekki alls fyrir löngu.

Tölvuþrjótar brutust inn í tölvu Kendrick fyrr á þessu ári og stálu nektarmyndum af henni. Myndunum var svo lekið á netið og var það mikið sjokk fyrir Kendrick eins og gefur að skilja. Kendrick lítur á björtu hliðarnar og segir lekann hafa vakið fólk til umhugsunar.

„Það gleður mig að fólk virðist vera að átta sig.“ Vegna þess hve umfangsmikill lekinn var neyddist fólk til að hugsa um þessi mál að sögn Kendrick. Hún telur umræðuna hafa vakið athygli á því að fórnarlömbin eiga aldrei sökina í málum sem þessum.

Ljósmyndum Kendrick var lekið ásamt myndum af m.a. Kate Upton og Jennifer Lawrens. Mikil umræða myndaðist í kjölfar lekans og hafa ótal stjörnur stigið fram og lýst yfir stuðningi sínum við fórnarlömb töluþrjótanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir