18 mánaða fangelsi fyrir nektarmyndastuld

Leikkonan Jennifer Lawrence var meðal fórnarlamba Collins.
Leikkonan Jennifer Lawrence var meðal fórnarlamba Collins. AFP

Tölvuþrjóturinn Ryan Collins hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að brjótast inn á Gmail og iCloud aðganga frægra einstaklinga og stela þaðan nektarmyndum og –myndböndum. Þetta kemur fram á vef BBC News.

Collins var ákærður í mars síðastliðnum fyrir að hafa stolið notendanöfnum og lykilorðum frá yfir 600 einstaklingum á árunum 2012-2014. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á Collins voru Kate Upton, Scarlett Johanson, Kirsten Dunst og Jennifer Lawrence. Nektarmyndunum var í kjölfarið lekið á netið og sagði Lawrence meðal annars að árásin væri „kynferðislegt ofbeldi“ og „viðbjóður.“

Frétt mbl.is: Ekki hneyksli heldur kynferðisbrot

Collins játaði fyrir dómara að hafa stolið gögnunum en hann var ekki kærður fyrir sjálfan lekann. Í yfirlýsingu frá saksóknara í málinu segir: „Rannsakendur hafa ekki getað fundið sönnunargögn sem tengja Collins við lekann eða sýna fram á að hann hafi deilt eða hlaðið upp þeim gögnum sem hann stal.“ Collins átti yfir höfði sér allt að fimm ára dóm en var sem fyrr segir dæmdur í 18 mánaða fangelsi.

Yfir 100 myndum og myndböndum af þekktum konum var lekið á internetið í ágúst 2014. Málið vakti mikla athygli en Apple var meðal annars gagnrýnt fyrir að takast ekki að tryggja öryggi viðskiptavina sinna sem geyma viðkvæmar upplýsingar á geymslusvæðinu iCloud.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir