Ekki hneyksli heldur kynferðisbrot

Bandaríska leikkonan Jennifer Lawrence ætlar aldrei að skrá sig á Twitter og segist hafa mætt fyrirlitningu á netinu. Tveir mánuðir eru síðan nektarmyndum af henni var lekið á netið.

Lawrence, sem leikur aðalhlutverkið í Hungurleikunum, segist ekki vera virk á samfélagsmiðlum og muni ekki verða það í framtíðinni.

Í viðtali við BBC segir leikkonan að hún muni aldrei fara á Twitter. Spurð af hverju þá segist hún ekki vera mjög fær á tæknisviðinu. Það sé henni nánast ofviða að hafa við í tölvupóstsamskiptum svo Twitter er óhugsandi í hennar tilviki. Hún segist ekki skila hvað fólk hafi mikla orku til þess að sinna samfélagsmiðlum. En það sé í fínu lagi vilji fólk það en hún muni ekki fara á Twitter.

„Þannig að ef þú sérð Facebook, Twitter eða Instagram færslu sem er eignuð mér þá er nánast öruggt að það er ekki rétt.“

Í september var Lawrence ein þeirra sem urðu fórnarlamb leka sem þekktur er undir heitinu fappening. Þar er að finna nektarmyndir af Lawrence, Rihönnu og Kate Upton auk fleiri þekktra kvenna.

Lawrence segir að þetta sé ekki hneyklsi heldur kynferðisbrot. „Þetta er kynferðislegt ofbeldi. Þetta er viðbjóður. Það verður að breyta lögum og við verðum að breytast. Þetta gerir þessa vefi ábyrga,“ segir Lawrence og bætir við að um leið og eitthvað tengt kynlífi eða ofbeldi komi upp þá séu alltaf einhverjir reiðubúnir til þess að hagnast á því.

Í viðtali við Vanity Fair sagði leikkonan að þetta sé ofvaxið hennar skilningi. Hún geti ekki ímyndað sér hvernig hægt er að vera svo gjörsneyddur mannlegum tilfinningum. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig hægt er að vera svo hugsunarlaus og kærulaus og svo tómur að innan,“ segir hún í viðtali við Vanity Fair.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson