Húsleit vegna nektarmynda

Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst inn á heimili í Chicago í október í fyrra og gerði húsleitir vegna persónulegra ljósmynda af hinum ýmsu Hollywood-stjörnum sem stolið var af netdrifum þeirra og komið í umferð í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofnuninni. Í ljós kom að tiltekin IP-tala hafði verið notuð til að brjótast inn á 572 iCloud reikninga stjarnanna yfir 3.000 sinnum árin 2013 og 2014, en hún var rakin til Chicagobúans og fjölskyldumannsins Emilio Herrera.

Meðal þess sem gert var upptækt í húsleitinni voru borð- og fartölva, farsímar og harðir diskar. FBI hefur ekki viljað gefa upp hvaða stöðu Herrera hafi í málinu, sem er enn „í rannsókn“.

Leki myndanna gekk undir heitinu fappening, en meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á honum voru Jennifer Lawrence, Rihanna og Kate Upton. Lawrence sagði m.a. um málið á sínum tíma að það væri ekki hneyksli heldur kynferðisbrot. „Þetta er kyn­ferðis­legt of­beldi. Þetta er viðbjóður. Það verður að breyta lög­um og við verðum að breyt­ast. Þetta ger­ir þessa vefi ábyrga,“ sagði Lawrence.

Frétt Buzzfeed 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir