Metin á 123 milljarða

Jay Z og Beyoncé
Jay Z og Beyoncé mbl.is/AFP

Stjörnuparið Beyoncé og Jay Z eru metin á einn milljarð bandaríkjadala eða 123 milljarða íslenskra króna. Parið sem gifti sig árið 2008 hefur grætt hvað mest á plötusölu, tónleikaferðalögum og söluvarningi. Árið 2013 græddi parið til að mynda 95 milljónir dollara aðeins á tónlist sinni. Það eru um 1437 milljónir íslenskra króna. Samkvæmt Wikipediu hafa þau selt um 300 milljónir platna saman.

Samkvæmt Celebrity Networth hagnast Jay Z um 184 milljónir íslenskra króna fyrir hverja tónleika á meðan Beyoncé græðir um 250 milljónir. Til að mynda héldu skötuhjúin 21 tónleika saman á síðasta tónleikaferðalagi, On The Run.

Nú eiga þau að vera á Íslandi til þess að halda upp á afmæli rapparans.

Samkvæmt Wikipediu er talið er að parið hafi byrjað saman eftir að Beyoncé söng inn á plötu Jay Z, The Blueprint 2: The gift & The Curse árið 2003. Söng hún í laginu 03 Bonnie and Clyde og kom jafnframt fram í myndbandinu við lagið. Í því leikur hún kærustu rapparans og urðu þá fljótlega til sögusagnir um samband þeirra. 

Í spjallþætti Oprah á síðasta ári viðurkenndi söngkonan þó að hún og Jay Z hefðu verið vinir í um eitt og hálft ár áður en þau byrjuðu saman. „Við töluðum saman í síma í eitt og hálft ár áður en við fórum á fyrsta stefnumótið. Sá grunnur er svo mikilvægur,“ sagði hún meðal annars.

Hann í Brooklyn, hún í Houston

Óhætt er að parið sé með ólíkan bakgrunn. Jay Z, eða Shawn Corey Carter, ólst upp í Brooklyn í New York. Hann er fæddur árið 1969 og verður því 45 ára á fimmtudaginn. Hann bjó ásamt móður sinni og tveimur systkinum í félagsmálaíbúð en faðir Carter yfirgaf fjölskylduna. Carter lærði frekar ungur að sjá fyrir sér og hefur sagt frá því í textum sínum að hann seldi m.a. krakk til þess að græða pening. Í lögum hans hefur einnig komið fram að hann hefur verið skotinn þrisvar.

Eftir að móðir hans gaf honum hljómflutningstæki hófst áhugi hans á tónlist og hann byrjaði að prófa sig áfram í rappinu. Carter var fyrst þekktur undir rapparanafninu Jazzy sem þróaðist yfir í Jay Z. Hann vann sig upp í rappheiminum og fékk sinn fyrsta plötusamning árið 1996. Fyrir það hafði hann verið að selja diska út úr bíl sínum.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og er hann nú einn þekktast rappari og upptökustjóri í heimi.

Beyoncé Knowles fæddist í Houston í Texas árið 1982. Faðir hennar, Matthew Knowles seldi ljósritunarvélar og móðir hennar rak hárgreiðslustofu. Beyoncé hóf ung að dansa og syngja og vann hæfileikakeppni í skólanum sínum aðeins sjö ára gömul. Þar söng hún lag John Lennon, Imagine og skaut eldri nemendum ref fyrir rass.

Destiny‘s Child, hljómsveit sem samanstóð af Beyoncé, bestu vinkonu hennar Kelly Rowland, LaTavia Roberson og LeToya Lcukett sló í gegn seint á tíunda áratugnum. Faðir Beyoncé var jafnframt umboðsmaður sveitarinnar og samkvæmt ummælum Roberson og Luckett var hann mjög stjórnsamur og lét Beyoncé yfirleitt í aðalhlutverk. Þær hættu fljótlega í sveitinni og Michelle Williams kom í staðinn. Destiny's Child starfaði til ársins 2006. Árið 2013 ætlaði þó allt að verða vitlaust þegar að sveitin kom saman að nýju til þess að troða upp í hálfleik í Ofurskálinni. 

Hjónaskilnaður eða auglýsingabrella?

Beyoncé og Jay Z hafa alltaf reynt að halda einkalífinu úr sviðsljósinu og hefur það gengið ágætlega. Til að mynda giftu þau sig  án vitneskju fjölmiðla árið 2008. 

Það vakti því mikla athygli í maí þegar að myndband, sem sýnir Solange, systur Beyoncé ráðast á Jay Z í lyftu, komst upp á yfirborðið. Á myndbandinu má sjá Solange ráðast nokkuð harkalega á Jay Z á meðan Beyoncé reynir að stilla til friðar.

At­vikið átti sér stað í lyftu Stand­ard hót­els­ins í New York borg. Jay Z, Beyoncé og So­lange höfðu öll verið að skemmta sér á hót­el­inu þegar rifr­ildi braust út og í kjöl­farið réðst So­lange á Jay Z. Það er enn ekki vitað hvað varð til þess að So­lange snög­greidd­ist á þess­um tíma­punkti en þau gengu öll þrjú sam­an út af hót­el­inu en óku á brott í tveim­ur bíln­um, Beyoncé og So­lange fóru sam­an á ein­um og Jay Z á öðrum.

Nokkrum dögum eftir að myndbandið birtist á netinu sendi Know­les-Cart­er fjöl­skyld­an frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna málsins. Þar kom fram að að þau Jay Z og So­lange væru búin að sætt­ast eftir rifrildið.

Þó svo að Jay Z og Beyoncé hafi birst reglulega saman opinberlega síðan þá og meira að segja farið í stórt tónleikaferðalag saman halda slúðurmiðlar því fram að nú stefni í skilnað hjá parinu. Hafa miðlar haldið því fram að Solange hafi reiðst mági sínum vegna þess að hann hélt framhjá Beyoncé.

Parið hefur ekki tjáð sig um þær sögusagnir en faðir Beyoncé sagði í haust að orðrómurinn væri aðeins uppspuni til þess gerður að selja miða á tónleikaferðalag hjónanna, On The Run.

Sagði hann jafnframt að eftir atvikið hafi sala á plötu Solange rokið upp um 200% og að þau hafi vitað af upptökunni þegar að slagsmálin áttu sér stað.

En hvort sem að Jay Z og Beyoncé séu á barmi skilnaðar eða ekki er nokkuð víst að þau eru á Íslandi.

Beyoncé Knowles og Jay Z með dóttur sína Blue Ivy.
Beyoncé Knowles og Jay Z með dóttur sína Blue Ivy. mbl.is/AFP
Beyoncé heilsar hér Barack Obama forseta Bandaríkjanna.
Beyoncé heilsar hér Barack Obama forseta Bandaríkjanna. SAUL LOEB
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson