„Maður er bara rétt að ná sér“

Jóhann Jóhannsson með Golden Globe-styttuna sem hann hlaut um sl. …
Jóhann Jóhannsson með Golden Globe-styttuna sem hann hlaut um sl. helgi.

„Þetta er mikill heiður og það er æðislegt að fá þessa tilnefningu og maður er bara rétt að ná sér eftir síðustu verðlaunaafhendingu [Golden Globe],“ segir tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson, sem er tilefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything.

Jóhann, sem er búsettur í Berlín, segir að þetta sé frábær tilfinning. Sem kunnugt er hlaut hann Golden Globe-styttuna eftirsóttu fyrir tónlistina um sl. helgi. Þá hefur hann jafnframt verið tilnefndur til bresku Bafta-verðlaunanna.

„Maður er rosalega stoltur af þessari mynd og að hafa fengið að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Jóhann í samtali við mbl.is, og bætir við að það sé ánægjulegt að hafa fengið þessa viðurkenningu og tilnefningar.

Jóhann er önnum kafinn maður, en þessa dagana vinnur hann að gerð tónlistar fyrir nýja kvikmynd sem er í leikstjórn Denis Villeneuve.

„Ég er á kafi í því og er að fara taka upp þá tónlist eftir þrjár vikur,“ segir Jóhann, en hann hefur áður unnið með Villeneuve, en hann gerði tónlistina í kvikmyndinni Prisoners, sem er með þeim Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal í aðalhlutverkum. 

Jóhann tekur hins vegar fram að hann gefi sér að sjálfsögðu tíma til að sinna verðlaunahátíðunum. 

Spurður út í væntingar í tengslum við Óskarsverðlaunin segir Jóhann einfaldlega frábært að fá tilnefningu og ótrúlegt að fá að vera hluti af þeim sem eru tilnefndir. Það sé alveg nóg.

Jóhann tilnefndur til Óskarsverðlauna

Kvikmyndatónskáld sem byrjaði í rokki

Alveg ofboðslega frægur

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú viljir gjarnan hjálpa einhverjum úr fjölskyldunni í dag gætu þau góðu áform leitt til vandræða. Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á hlutunum og það ber að virða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú viljir gjarnan hjálpa einhverjum úr fjölskyldunni í dag gætu þau góðu áform leitt til vandræða. Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á hlutunum og það ber að virða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Loka