Fæðing konunglegs tískugoðs

Fatastíll Katrínar og Georgs heillar marga en minni áhugi er …
Fatastíll Katrínar og Georgs heillar marga en minni áhugi er fyrir klæðnaði Vilhjálms. AFP

Hvort sem það verður vafið í bleikt, blátt eða einhvern ókynjaðri lit þykir ljóst að barn Vilhjálms og Katrínar sem sagt er væntanlegt í heiminn á næstu dögum muni stýra tískustraumum um allan heim með klæðaburði sínum.

Hvenær sem Katrín eða Georg Prins, eldri bróðir hins ófædda erfingja, koma út á meðal almennings seljast þau klæði sem valin voru á þau upp á skotstundu. Þetta markaðsfyrirbæri hefur verið kallað „Kötu-áhrifin“ og hafa samfélagsmiðlar og verslun á veraldarvefnum haft sitt að segja um útbreiðslu þess. Notendur samfélagsmiðla eiga auðvelt með að finna og deila þeim vörum sem mæðginin klæðast og þar hjálpar til að Katrín parar gjarnan dýrar merkjavörur við ódýrari og aðgengilegri klæðnað.

Kjóllinn sem Katrín var í þegar hjónin kynntu soninn fyrir …
Kjóllinn sem Katrín var í þegar hjónin kynntu soninn fyrir umheiminum seldist upp á skotstundu. AFP

„Allir munu bíða og sjá hverju barnið mun klæðast og hvernig hún mun líta út eftir óléttuna,“ segir Geraldine Wharry, tískugreinandi hjá Trend Atelier. 

Fyrir fjórum árum síðan setti Susan Kelley upp vefsíðuna WhatKateWore.com þar sem hún birtir tengla á netverslanir þar sem lesendur geta keypt föt sem Katrín hefur klæðst. Vefsíðan fær allt upp í millón smelli á mánuði og segir Kelley hana hreinlega hafa sprungið.

„Meira en nokkuð annað kemur þetta frá þránni eftir því að trúa á ævintýri,“ segir Kelley og meinar að miðstéttarstúlkan Kate hafi gifst prinsi. „Þetta er ekki önnur hryðjuverkaárás, þetta er ekki eitthvað hræðilegt. Þetta er eitthvað skemmtilegt.“

Stuttbuxur og hnésokkar eru klassískur klæðnaður breskra drengja.
Stuttbuxur og hnésokkar eru klassískur klæðnaður breskra drengja. AFP

Þær fáu myndir sem birst hafa af Georgi Prins hafa verið greindar niður í öreindir á sambærilegri vefsíðu, WhatPrinceGeorgeWore.com sem verður breytt í WhatKatesKidsWore.com þegar systkini hans lætur sjá sig.

„Ef það er stelpa verður áhuginn gríðarlega mikill,“ segir Kelley. „Það viðhorf virðist vera sterkt að eins skemmtilegir og litlir strákar eru sé lítil stelpa jafnvel skemmilegri.

Breska konungsveldið hefur verið metið á 53,6 milljónir punda sem vörumerki. Þrátt fyrir að Georg prins sé ekki enn orðinn tveggja ára á hann stóran þátt í því virði.

Kata var með hatt eins og hefð er fyrir í …
Kata var með hatt eins og hefð er fyrir í Bretlandi við skírn frumburðarins. mbl.is/EPA

Talsmaður konungsfjölskyldunnar segir Katrínu ekki hafa njóta aðstoðar stílista. Áhugi almennings á klæðnaði Vilhjálms prins er mun minni en sá sem kona hans og barn njóta og segist Kelley ekki hafa hugsað sér að setja upp WhatWilliamWore.com.

Kápuna hefur Katrín notað oftar en einu sinni og þykir …
Kápuna hefur Katrín notað oftar en einu sinni og þykir hún afar smekkleg. AFP
Svo er gott að kunna að stilla sér upp.
Svo er gott að kunna að stilla sér upp. AFP
Georg litli í glæsilegum smekkbuxum.
Georg litli í glæsilegum smekkbuxum. AFP
Klæðnaður mæðginanna í Ástralíu vakti athygli.
Klæðnaður mæðginanna í Ástralíu vakti athygli. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes