Independent lofar Snjóblindu Ragnars Jónassonar

Ragnar Jónsson fær góða dóma fyrir bók sína í Bretlandi.
Ragnar Jónsson fær góða dóma fyrir bók sína í Bretlandi. mbl.is/Eggert

Breska stórblaðið Independent birti í gær heldur lofsamlegan dóm um Snjóblindu, bók Ragnars Jónassonar. Þar segir að hann fóðri lesandann „snilldarlega“ á vísbendingum og sagan sé siðferðilega tvíræðari en hefðbudnar glæpasögur.

Í henni birtist „heillandi leiftur af myrkum og hrikalega ógnvekjandi sviðum mannlífsins.“

Snjóblinda kom fyrst á Kindle í maí og fór óvænt á toppinn yfir allar rafbækur á Amazon. Hún var einnig gefin út innbundin í takmörkuðu upplagi sem seldist upp á skömmum tíma. Nú er hún komin út í kilju.

Ragnar Jónasson verður í London um helgina að árita bókina í verslunum Waterstones og Foyles.

Gagnrýnandi Independent skrifar að glæpasögur njóti mikilla vinælda á Íslandi og að höfundar á borð við Arnald Indriðason og Yrsu Sigurðardóttur séu alþjóðlegir metsöluhöfundar. Og nú beri Ragnar Jónasson fram sína eigin gerð af glæpasögu fyrir enskumælandi lesendur.

„Í fyrstu skáldsögu sinni færir hann  hina sígildu sögu um ofbeldisglæp í smábæ norður undir heimskautsbaug en kemur síðan skemmtilega á óvart með því að gefa henni tilvistarlegar víddir.“

Gagnrýnandi blaðsins lýsir söguþræðinum en heldur svo áfram: „Á yfirborðinu er Snjóblinda risavaxin útgáfa af glæpasögu sem gerist í lokuðu rými, rannsókn á morði og öðrum glæpum fer fram í lokuðu samfélagi með takmörkuðum fjölda grunaðra. (Ragnar Jónasson ætti líka að kunna tökin á þessu - hann hefur þýtt fjórtan bækur eftir Agöthu Christie á íslensku). Þetta er samt sem áður einungis rammi utan um frásögn sem færist frá sjónarhorni til sjónarhorns, þar sem samtvinnað líf persónanna er afhjúpað. En Ragnar er góður við lesandann - vísbendingarnar eru hefðbundnar og snilldarlega settar fram - og hann heldur manni sannarlega við efnið.

Snjóblinda er siðferðilega tvíræðari en flestar hefðbundnar glæpasögur og í henni birtast heillandi leiftur af  myrkum og hrikalega ógnvekjandi sviðum mannlífsins.“

Gagnrýni Independent

Frétt mbl.is: Bókaskrifin skemmtilegt hliðarstarf

Ljósmynd/Ewa Sherman
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes