Þurfti að gefa drottningunni róandi

Eru þau ekki sæt saman systkinin?
Eru þau ekki sæt saman systkinin? AFP

Skírnarathöfn Karlottu prinsessu hefst klukkan hálfsex að íslenskum tíma, en breska konungsfjölskyldan býr sig nú undir skírn Karlottu prinsessu. Skírnin verður annað tækifæri almennings til að berja kornabarnið konunglega augum.

Lögreglan í Sandringham í Norfolk, þar sem athöfnin fer fram, á von á að margir velunnarar konungsfjölskyldunnar úr röðum almennings muni safnast við kirkju heilagrar Maríu Magdalenu, og hvetur fólk því til að mæta snemma.

Kirkjan hefur töluverða þýðingu fyrir bresku konungsfjölskylduna, því fjölskyldan kemur saman í henni á jóladag, auk þess sem Díana heitin prinsessa var skírð þar.

Eins og gengur bregðast börn mismunandi við því þegar þau fá yfir sig það sem þau hljóta að upplifa sem ekkert annað en kalda vatnsgusu, jafnvel þótt um vígt vatn úr ánni Jórdan sé að ræða.

Langamma Karlottu, sjálf Elísabet drottning, brást svo ókvæða við eigin skírn árið 1926 að barnfóstra hennar greip til þess ráðs að gefa henni róandi mixtúru.

Karlotta verður skírð með vatni úr ánni Jórdan sem var sérstaklega sótt með flugi fyrir athöfnina. Athöfnin sjálf verður lokuð almenningi en aðdáendur konungsfjölskyldunnar munu fá stæði utan við kirkjuna og geta barið hana augum á leið inn og út úr kirkjunni.

Skírnarfonturinn sem notaður verður við athöfnina er mikill silfurgripur, sem er að jafnaði til sýnis ásamt öðrum krúnudjásnum í Tower of London.

Katrín, Georg og Vilhjálmur á góðri stundu.
Katrín, Georg og Vilhjálmur á góðri stundu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson