„Ég ætla að snúa aftur og lifa lífinu“

Hljómsveitin Eagles of Death Metal veitti á dögunum sitt fyrsta …
Hljómsveitin Eagles of Death Metal veitti á dögunum sitt fyrsta viðtal eftir árásina á Bataclan. Skjáskot af Youtube

Rokkhljómsveitin Eagles of Death Metal vilja vera fyrsta sveitin til að stíga á stokk þegar hljómleikastaðurinn Bataclan opnar dyr sínar á nýjan leik, samkvæmt frétt Contactmusic.

Tónleikar sveitarinnar voru hálfnaðir þegar vígamenn réðust inn og hófu skothríð á tónleikagesti þann 13. september síðastliðinn. Alls 130 manns létu lífið í árásunum á París, þar af 89 á tónleikastaðnum sjálfum. Fjöldi manns særðist.  

„Ég vil ekki eyða lífi mínu í að reyna að friða einhverja fávita. Ég vil lifa lífinu brosandi, ég vil skemmta mér með vinum mínum“ sagði söngvari hljómsveitarinnar í sjónvarpsviðtali.

„Ég get ekki beðið eftir því að fara aftur til Parísar. Ég get ekki beðið eftir því að spila. Mig langar að snúa aftur. Ég vil að við verðum fyrsta sveitin til að spila þegar Bataclan opnar aftur.“

„Ég var þar þegar staðurinn þagnaði um stundarsakir. Vinir okkar fóru þangað og týndu lífinu. Ég ætla að snúa aftur og lifa lífinu.“

Frétt mbl.is: EODM lýsa árásinni á Bataclan

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav