Óttinn varð að veruleika

Beyoncé og Chris Martin tróðu upp á Super Bowl um …
Beyoncé og Chris Martin tróðu upp á Super Bowl um helgina. AFP

Söngvarinn Chris Martin, sem tróð upp á Super Bowl um helgina, greindi frá því að hann hefði leitað ráða hjá 11 ára dóttur sinni, Apple, nokkru fyrir viðburðinn.

Að sögn kveið Martin viðburðinum svolítið, enda er hann einn vinsælasti sjónvarpsviðburður ársins í Bandaríkjunum. Dóttirin var þó fljót að stappa í söngvarann stálinu og sagði að það versta sem gæti gerst væri að fólk byggi til svokölluð „meme“ þar sem gert væri grín að frammistöðu hans.

Stúlkan virðist hafa hitt naglann á höfuðið, enda fór fljótlega að bera á gamansömum myndum á samfélagsmiðlum þar sem óspart var gert grín að Martin.

Frétt mbl.is: Drottningin stal senunni 

„Þegar þú reynir að falla í hópinn“ skrifaði einhver fyndinn …
„Þegar þú reynir að falla í hópinn“ skrifaði einhver fyndinn notandi Twitter. Skjáskot Daily Mail
„Hvers vegna fá þessir gaurar að vera á sama sviði …
„Hvers vegna fá þessir gaurar að vera á sama sviði og Beyoncé?“ spurði einver sig. Skjáskot Daily Mail
Martin var líkt við hinn fræga vinstri hákarl sem gerði …
Martin var líkt við hinn fræga vinstri hákarl sem gerði allt vitlaust á Super Bowl í fyrra. Skjáskot Daily Mail
Leikkonan Anna Kendrick lá ekki á skoðunum sínum. „Meira að …
Leikkonan Anna Kendrick lá ekki á skoðunum sínum. „Meira að segja Chris Martin vissi ekkert hvað hann var að gera þarna.“ Skjáskot Twitter
Danny Zuker líkti Martin við mann sem treður upp í …
Danny Zuker líkti Martin við mann sem treður upp í eigin brúðkaupi. Skjáskot Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes