„Enginn ætti að vera lagður í einelti vegna kynhneigðar sinnar“

Vilhjálmur prins er sá fyrsti úr konungsfjölskyldunni sem prýðir forsíðu …
Vilhjálmur prins er sá fyrsti úr konungsfjölskyldunni sem prýðir forsíðu hinsegin tímarits. Ljósmynd / skjáskot Attitude.co.uk

Vilhjálmur prins sat fyrir á forsíðu tímaritsins Attitude, sem fjallar um málefni hinsegin fólks. Í viðtali, sem einnig birtist í blaðinu, segir hann engan eiga að þurfa að þola ofsóknir vegna kynhneigðar sinnar.

Fyrr á árinu bauð hann aðstandendum tímaritsins á fund í Kensington-höll þar sem gestirnir deildu reynslu sinni af einelti og hvaða áhrif það hefur haft á andlega líðan þeirra.  

„Unga hinsegin fólkið sem ég hitti í gegnum Attitude er sannarlega hugrakkt fyrir að láta í sér heyra og gefa þeim sem þurfa að þola hræðilegt einelti von. Styrkur þeirra og bjartsýni ætti að vera okkur öllum hvatning til að bjóða einelti byrginn, hvar svo sem við verðum vitni að því.“

Prinsinn hvatti einnig þá sem þurfa að þola áreiti sökum kynhneigðar sinnar að standa fast á sínu, í stað þess að láta það yfir sig ganga.

„Þið ættuð að vera stolt yfir því hver þið eruð, þið hafið ekkert að skammast ykkar fyrir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes