Tók Lohan upp íslamstrú?

Margir telja að Lohan hafi tekið upp Íslamstrú.
Margir telja að Lohan hafi tekið upp Íslamstrú. Skjáskot / Daily Mail

Leikkonan Lindsay Lohan hefur eytt öllum færslum sínum á Instagram, en þeirra í stað má finna arabísku kveðjuna „Alaikum Salam“ sem þýða má sem „friður sé með þér“. Þá hefur hún einnig eytt öllum Twitter-færslum sínum.

Samkvæmt frétt Sky velta margir því nú fyrir sér hvort Lohan hafi tekið upp íslamstrú, en hún greindi frá því á síðasta ári að hún væri að kynna sér trúarbrögðin.

Frétt mbl.is: Lindsay Lohan kynnir sér Kóraninn

Á síðasta ári kom Lohan fram í tyrkneskum spjallþætti, þar sem hún lýsti fordómunum sem hún varð fyrir eftir að til hennar sást með Kóraninn í hönd.

„Ég var krossfest fyrir það í Bandaríkjunum, ég var látin líta út eins og Satan sjálfur fyrir það eitt að halda á Kóraninum.“

Sjálf hefur leikkonan þó ekkert gefið upp um hvort hún hafi tekið upp íslamstrú, en talsmaður hennar hefur heldur ekki tjáð sig um málið.

Leikkonan greindi frá því í fyrra að hún hefði verið …
Leikkonan greindi frá því í fyrra að hún hefði verið að kynna sér Kóraninn. Skjáskot / Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes