Rihanna og Azealia Banks í hár saman

Tónlistarkonunum er ekki vel til vina.
Tónlistarkonunum er ekki vel til vina. Skjáskot / Mirror

Rihönnu og Azaeliu Banks er augljóslega ekki vel til vina, enda hafa þær eldað saman grátt silfur á samfélagsmiðlum undanfarið. Og ástæðu rifrildisins má rekja til forseta Bandaríkjanna, Donald Trumps.

Forsaga málsins er sú að Rihanna birti færslu á Twitter, þar sem hún lýsir yfir megnri óánægju með ákvörðun Trumps um að banna fólki frá sjö ríkjum að ferðast til Bandaríkjanna.

„Þessar fréttir eru átakanlegar. Það er verið að eyðileggja Bandaríkin fyrir framan nefið á okkur. Hversu mikið svín þarftu að vera til að innleiða þvílíkt kjaftæði,“ skrifaði söngkonan á Twitter.

Þetta hugnaðist Banks ekki, en hún er mikil stuðningskona Trumps og lýsti meðal annars yfir vilja til að koma fram á innsetningarathöfn hans. Hún deildi því símanúmeri söngkonunnar á Instagram og hvatti fólk til að hafa hafa samband.

„Hvað Rihönnu (sem er ekki einu sinni bandarískur ríkisborgari) og aðrar stjörnur sem eru að nota áhrifamátt sinn til að hreyfa við almenningi varðar, þá verðið þið að fara að þegja,“ skrifaði rapparinn við færslu sem nú hefur verið eytt.

Frétt mbl.is: Heimtar að troða upp fyrir Trump

Rihanna svaraði í sömu mynt og birti skjáskot af SMS-boðum sem Banks hafði sent henni. Þá gekk hún úr skugga um að símanúmer rapparans væri vel sýnilegt eins og fram kemur í frétt Mirror.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes