Hvað er ég búinn að koma mér út í?

„Hvað er ég búinn að koma mér út í?“ var það sem Blær Hinriksson hugsaði eftir að hafa lesið handritið að Hjartasteini en hann var einungis 14 ára gamall þegar tökurnar fóru fram. Myndin fjallar um málefni sem eru flestum viðkvæm og voru ekki auðveld fyrir svo unga leikara að takast á við. 

mbl.is settist niður í vikunni með Guðmundi Arnari Guðmundssyni leikstjóra, Blæ og mótleikara hans, Baldri Einarssyni, sem var þrettán ára þegar myndin var tekin.

Hjartasteinn hefur verið sigursæl á erlendum kvikmyndahátíðum og hefur hlotið alls 20 verðlaun þar. Á dögunum bættust svo við 16 tilnefningar til Eddu-verðlaunanna.

Mikilvægasta viðurkenningin í huga Guðmundar Arnars er þó tvímælalaust að ungir íslenskir krakkar skuli tengja við myndina en nú hafa meira en 15 þúsund manns séð myndina í bíóhúsum hér á landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes