Craig verður hugsanlega Bond á ný

Harris og Craig á frumsýningu kvikmyndarinnar Skyfall árið 2012.
Harris og Craig á frumsýningu kvikmyndarinnar Skyfall árið 2012. AFP

Mikið hefur verið skrafaðu um hver muni taka við kyndlinum af Daniel Craig, sem farið hefur með hlutverk njósnara hennar hátignar í síðustu fjórum kvikmyndum um James Bond.

Craig virtist ekki vera áfjáður í því að leika njósnarann aftur, en hann lét þau fleygu orð falla að hann myndi frekar skera sig á púls heldur en að túlka Bond á nýjan leik.

Breska leikkonan Naomie Harris, sem túlkað hefur Moneypenny í síðustu tveimur myndum, segir þó alls ekki útilokað að Craig muni snúa aftur sem njósnarinn knái. Greint er frá þessu á vef BBC.

„Ég held að það séu góðar líkur á því að Daniel muni snúa aftur. Ég held að það sé allt of snemmt að velta fyrir sér öðrum leikurum á þessu stigi,“ sagði Harris.

„Fólk elskar hann í hlutverki Bonds, og vill endilega sjá hann snúa aftur,“ sagði leikkonan og bætti við að leikaralið kvikmyndarinnar, sem og framleiðendur, væri sama sinnis.

„Ég held að eini maðurinn sem þurfið að sannfæra sé Daniel sjálfur.“

Ef kvikmyndavefurinn IMDB er skoðaður má sjá að Craig er orðaður við nýja og ónefnda Bond-mynd, þá 25. í röðinni, en ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren