Svala hlaut helming allra atkvæða

Svala Björgvinsdóttir með lagið Paper var sigurvegari kvöldsins.
Svala Björgvinsdóttir með lagið Paper var sigurvegari kvöldsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls voru greidd 242.840 atkvæði í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn en það er nýtt met. Sigurvegari kvöldsins, lagið Paper, hlaut samtals 124.828 atkvæði eða rúman helming allra atkvæða kvöldsins. Í einvígi kvöldsins, þar sem Paper mætti Is this love, var fyrrnefnda lagið með þó nokkra yfirburði eða 62,5% atkvæða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV.

Í fyrri forkeppninni sem fram fór 25. febrúar voru samtals greidd 26.932 atkvæði. Lagið Nótt sem flutt var af Aroni Hannes hlaut 42,3% atkvæðanna það kvöldið eða 42,3%. Þess má geta að aðeins munaði 32 atkvæðum milli lagsins Til mín og Bammbaramm en hið síðarnefnda komst áfram í úrslitin sem svokallaður „Svarti Pétur“.  

Í seinni forkeppninni voru 36.059 atkvæði greidd en lagið Paper hlaut þá 12.789 atkvæði eða 35,4% atkvæða.

Þegar að niðurstaða fyrri símakosningar á úrslitakvöldinu síðasta laugardag er skoðuð kemur í ljós að Paper hlaut 39,1% atkvæða en Is this love 21,8%. Munaði rúmum 20.000 atkvæðum á milli laganna, Paper var með 45.258 atkvæði en Is this love 25.195 atkvæði.

Þegar að samanlögð niðurstaða dómara blasa við sömu niðurstöður á efstu tveimur lögunum. Paper hlaut 24.759 stig en Is this love 22.219 stig. Þá var lagið Again í þriðja sæti. Hnífjafnt var á milli laganna Hypnotised og Bammbaramm en þau fengu bæði 11.111 stig frá dómnefndinni og voru í 6-7 sæti. 

En þegar að samanlögð niðurstaða dómnefndar og fyrri símakosningar er skoðuð má sjá að Paper hafði þó nokkra yfirburði, eða 70.017 stig miðað við 47.414 stig Is this love sem hafnað í öðru sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes