McDonald's í uppáhaldi hjá prinsunum

Vilhjálmur og Harry voru ekki með sérstaklega fágaðan smekk þegar …
Vilhjálmur og Harry voru ekki með sérstaklega fágaðan smekk þegar þeir voru yngri. mbl.is/AFP

Vilhjálmur og Harry Bretaprinsar voru ekki svo ólíkir öðrum börnum þegar þeir voru að alast upp. Þeir elskuðu McDonald's og kusu staðinn í stað gúrme hamborgara í höllinni sem einkakokkurinn útbjó. 

Kokkurinn Darren McGrady kokkaði fyrir bresku konungsfjölskylduna þegar þeir Harry og Vilhjálmur voru yngri. Í samtali við marie claire lýsir McGrady ást Harry og Vilhjálms á bandarísku skyndibitakeðjunni. 

McGrady rifjaði meðal annars upp atvik þegar Díana prinsessa sagði honum að hætta við hádegismat þar sem hún ætlaði með litlu prinsana á McDonald's. McGrady sagði Díönu að hann gæti vel steikt hamborgara. „Nei, það er dótið sem þeir vilja,“ svaraði Díana og hefur örugglega ætlað að kaupa barnabox fyrir prinsana sína. 

McGrady segir einnig frá því að þegar prinsarnir voru yngri hafi þeir verið sérstaklega hrifnir af bandarískri matarmenningu. Þeir létu hamborgarana ekki duga heldur voru einnig hrifnir af pitsum og steiktum kartöflum. 

Díana prinsessa fór stundum með þá Harry og Vilhjálm á …
Díana prinsessa fór stundum með þá Harry og Vilhjálm á McDonalds. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes