Svanurinn sigraði í Kaíró

Í gær hlaut kvikmyndin Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur verðlaunin „Shadi Abdel Salam Prize for Best Film“ á kvikmyndahátíðinni í Kaíró sem er ein af fáum A-hátíðum í kvikmyndaheiminum. Ekki er búið að frumsýna Svaninn hérlendis en kvikmyndin verður frumsýnd á Íslandi í janúar. 

Myndin byggir á samnefndri verðlaunaskáldsögu eftir Guðberg Bergsson sem þýdd hefur verið á fjölda tungumála og hlotið lof um allan heim. Dómarar höfðu orð á því hversu grípandi og sannfærandi myndin væri og að hún hefði við sig sérstaka áferð og innra líf sem sjaldséð væri á hvíta tjaldinu.

Ása Helga lauk kvikmyndanámi frá Columbia-háskólanum árið 2013 og er kvikmyndin Svanurinn hennar fyrsta kvikmynd í fullri lengd. Stuttmyndir hennar hafa hins vegar vakið athygli og komist á kvikmyndahátíðir víða um heim. 

Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir hjá Vintage Pictures framleiddu Svaninn en Birgitta tók við verðlaununum fyrir hönd Ásu Helgu. Meðal viðstaddra voru stórstjörnur á borð við Nicholas Cage, Hilary Swank og Adrien Brody sem öll fengu viðurkenningar á hátíðinni.

Með aðalhlutverk í myndinni fer Gríma Valsdóttir sem leikur Sól. Hún er níu ára gömul. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes