Dagur B. býður Taylor Swift velkomna

Dagur B. Eggertsson vill ólmur fá Taylor Swift til Íslands.
Dagur B. Eggertsson vill ólmur fá Taylor Swift til Íslands. Samsett mynd

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, er spenntur fyrir því að fá bandarísku söngkonuna Taylor Swift til landsins. Tilefnið er tíst frá Swift þar sem hún tilkynnir 14 aukatónleika á tónleikaferðalagi sínu um Evrópu sem áætlað er sumarið 2024.

Segist Dagur B. bjóða Swift velkomna til Reykjavíkur fyrir hönd borgarbúa og bendir á að Ísland væri frábær staður til stoppa við á leiðinni heim til Bandaríkjanna frá Evrópu. Lofar Dagur því að sjá persónulega til þess að dvöl hennar verði frábær.

Seinustu tónleikar ferðalagsins eru áætlaðir þann 17. ágúst 2024 í Lundúnum. Það væri því í raun tilvalið fyrir Swift að taka sér smá frí á Íslandi áður en hún heldur aftur til síns heima.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg