Í kærleika á Listasafninu á Akureyri

Guðjón Ketilsson, höfundur kærleikskúlunnar 2023, kemur víða við um þessar mundirHann tekur einnig þátt í samsýningunni Hringfarar á Listasafninu á Akureyri ásamt þremur öðrum listamönnum, þeim Sólveigu Aðalsteinsdóttur, Elsu Dórótheu Gísladóttur og Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur. Sýningin var var opnuð í lok ágúst en henni lýkur 14. janúar.

Kærleikskúlan árið 2023 ber nafnið Heimur. Kúlan er fallegur listmunur sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út í takmörkuðu upplagi ár hvert. Nafn kúlunnar er táknrænt en markmið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og allur ágóði af sölu rennur til starfsemi sumarbúðanna Reykjadal.

Guðjón Ketilsson með kærleikskúluna 2023. Kúlan ber nafnið Heimur og …
Guðjón Ketilsson með kærleikskúluna 2023. Kúlan ber nafnið Heimur og hana hjúpar Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna þegar 75 ár eru liðin frá því að sáttmálinn var staðfestur til þess að vinna að friðsamlegum samskiptum þjóða. Ljósmynd/Óli Már

Kærleikskúlan víða uppseld

Að sögn Kristínar Dagmarar Jóhannesdóttur, markaðs- og fjáröflunarstjóra félagsins, hefur sala kærleikskúlunnar jafnan gengið vel. Engin breyting er á nú en kúlan er víða uppseld. Enn er hún þó meðal annars fáanleg í vefverslun hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra á kaerleikskulan.is.

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna hjúpar Kærleikskúluna, Heim. „Þunn og viðkvæm glerkúlan er undirlag og sögusvið hins mannlega sannleika, harms og áreitis sem kallar á sammannlegan sáttmála um að halda utan um mennskuna og gildi hennar gagnvart fáum en þó valdamiklum öflum.

Mannréttindayfirlýsingin er rituð með bláum lit sem er ætlað að minna á jarðkúluna okkar en vatn nemur 70% af heildaryfirborði hennar, sem er rétt rúmlega heildarmagn vatns í mannslíkamanum.

Kúlan verður hér til sem listgripur á Íslandi þegar 75 ár eru liðin frá því að sáttmálinn var staðfestur til þess að vinna að friðsamlegum samskiptum þjóða,“ eins og segir í upplýsingum um verkið.

Jakop og Freydís, gestir Reykjadals.
Jakop og Freydís, gestir Reykjadals. Ljósmynd/Óli Már

Flókið verkefni

Guðjón Ketilsson er fæddur árið 1956. Hann er afkastamikill listamaður sem hefur á yfir fjörutíu ára starfsferli haldið fleiri en 30 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi. Guðjón hlaut íslensku myndlistarverðlaunin árið 2020.

Hann segir það hafa verið mjög flókið að koma Mannréttindayfirlýsingunni á kúluna. „Þetta er mikill texti og hann er skrifaður í spiral. Þó það sé erfitt að lesa hann þá er hann þarna allur textinn, allar 30 greinarnar í Mannréttindayfirlýsingunni.“

Safnaði í ílát vökva úr daglegu lífi

Sýningunni Hringfarar, sem staðið hefur yfir í Listasafninu á Akureyri lýkur nú 14. janúar. Guðjón segir að listamennirnir sem myndi hópinn vinni út frá náttúrulegum ferlum, efniviði og samhengi. Segir hann hvern og einn listamann hafa sína persónulega nálgun en sameiginlega mengið sé efniviður úr nærumhverfinu sem hver og einn vinnur með á sinn persónulega hátt.

„Þetta eru verk af ýmsum toga unnin úr fjölbreyttum efniviði. Ég vinn til dæmis gjarnan með fundna hluti sem geyma minningar og sögur liðinna atburða, ég skráset þá, endurskipulegg og set í annað samhengi.

Ég er til dæmis með vökvadagbók á sýningunni þar sem ég hef notað vökva úr daglegri neyslu; kaffi og djús og alls konar annan hversdagslegan vökva sem ég vinn með á pappírsarkir.

Ég hef gjarnan með mér í töskunni minni lítið ílát með loki og svo ef eitthvað kemur upp á, einhver atburður eða eitthvað þar sem vökvi kemur við sögu, þá helli ég smávegis í glasið og vinn svo úr þeim vökva á vinnustofunni. Ég geri svo smá dagbókarfærslu við hverja mynd. Þessar myndir hafa safnast saman með árunum og ég sýni þær þarna í einu verki.“

Eitt verka Guðjóns á sýningunni.
Eitt verka Guðjóns á sýningunni.

Hringfarar nú stærri í sniðum

Segir hann Guðrúnu Hrönn þá líka sýna vökvaverk. „Hún gerir litaðan vökva úr krónublöðum blóma og málar með á pappír. Elsa Dóróthea vinnur með heildstæð lífkerfi skúlptúra þar sem tíminn er mikilvægt element og Sólveig sýnir röð teikninga sem sýna vöxt og gróður þar sem mörk innri og ytri veruleika eru ekki endilega ljós.

Kjarni sýningarinnar í Listasafninu á Akureyri er sá sami og hópurinn sýndi í Listasafni Svavars Guðnasonar á Höfn í Hornafirði árið 2022, en mun stærri í sniðum.

Hvað er framundan hjá þessum afkastamikla listamanni?

Guðjón svarar því til að framundan séu margvísleg sýningarverkefni sem kannski sé ekki alveg tímabært að ræða.

Sýningin Hringfarar í Listasafninu á Akureyri stendur yfir til 14. janúar og Kærleikskúlan 2023, Heimur, er til sölu hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra á kaerleikskulan.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg