Lærði mest um lífið þegar frændi hans var myrtur

Patrik Snær Atlason eða Prettyboitjokko ræddi við Kristínu Sif í Dagmálum. Þar talaði  Patrik um tónlistarferilinn, einkalífið og fjölskylduna sem hann segir vera stóran part af velgengni sinni í leik og starfi.

Aðspurður um hvaða lífsreynsla hafi haft mest mótandi áhrif á líf hans og þroska segir Patrik það vera áfallið sem fjölskyldan varð fyrir þegar móðurbróðir hans var myrtur.

„Á ég ekki bara að segja árið 2010 þá var frændi minn myrtur. Þannig að ég segi að maður hafi lært helvíti mikið af því hvað lífið er bara stutt og maður þarf að lifa einn dag í einu og hafa gaman að þessu og ekki láta neitt utanaðkomandi stoppa sig því maður veit aldrei hvað getur gerst.“

Patrik Atlason situr fyrir svörum í Dagmálum dagsins.
Patrik Atlason situr fyrir svörum í Dagmálum dagsins. mbl.is/Hallur Már

Afi stærsta fyrirmyndin

Fjölskylda Patriks er samheldin og var stórt skarð höggvið í stórfjölskylduna þegar andlát móðurbróður hans bar að fyrir 14 árum. Patrik lærði mikið af áfallinu og segir meðal annars frá því í meðfylgjandi myndskeiði að afi hans, Helgi Vilhjálmsson sem er alltaf kenndur við Góu, sé hans helsta fyrirmynd í lífinu og veiti sér innblástur. 

„Hann er mjög mikil fyrirmynd í því sem ég geri,“ segir Patrik sem lítur stórt á afa sinn.

Þá segir Patrik að það hafi einmitt verið Helgi afi sem hafi hvatt sig til að hætta að vinna dagvinnu og gera tónlistina að atvinnu og fullu starfi.

„Við fjölskyldan erum mjög mikið að vinna hjá honum en hann hefur alltaf reynt að ýta okkur út í eitthvað annað líka.“

Hann segir afa sinn vinna alltof mikið þó hann sé komin á aldur og það sé eitt af því sem hann hefur lært að sé ekki endilega það sem hann vill fyrir sig. Frekar kjósi hann að reyna að hafa gaman af lífinu.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins - smelltu hér til að horfa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg