Óskarsverðlaunaleikkona „leysti vind“ í miðju viðtali

Olivia Colman fékk Óskarinn fyrir aðalhlutverk sitt í kvikmyndinni The …
Olivia Colman fékk Óskarinn fyrir aðalhlutverk sitt í kvikmyndinni The Favourite. AFP

Ein virtasta og eftirsóttasta leikkona Breta, Olivia Colman, er alveg laus við stjörnustæla. Hún veit fátt skemmtilegra en að koma fólki til að hlæja af minnsta tilefni og gerir það óspart við hvert tækifæri.

Þrátt fyrir háalvarleg og tragísk hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á við The Father, Broadchurch, The Crown og Óskarsverðlaunahlutverk hennar í The Favourite, þá er Colman fyndinn karakter og mikill prakkari sem getur ávallt fundið kómísku hliðina á tilverunni. Leikkonan sýndi það í viðtali á dögunum.

Viðurkenndi að elska prumpuhljóð

Colman var í viðtali ásamt írsku leikkonunni Jessie Buckley þar sem þær ræddu kvikmynd sína, Wicked Little Letters. Stöllurnar ræddu við Liv Marks sem spurði Colman og Buckley hvort þær vissu hvert elsta blótsyrðið væri. Eftir örfáar ágiskanir sagði Marks þeim rétta svarið, en elsta blótsyrðið er „feortan“ sem þýðir fretur eða prump.

Þegar Colman heyrði þetta þá viðurkenndi hún að elska prumpuhljóð og greip strax í símann sinn og hóf að spila hin ýmsu prumpuhljóð.

Leikkonan er með sérstakt prumpuforrit í símanum til þess að koma sér og öðrum í vandræðalega stöðu. Þegar hún byrjaði að „leysa vind“ þá skelltu Buckley, Marks og aðrir á bak við tjöldin upp úr.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg