318 kg konu bjargað af baðherberginu

318 kílóa þungri konu var í síðustu viku bjargað út af baðherberginu í íbúð hennar í New Jersey í Bandaríkjunum, en til þess þurfti að nema á brott hluta af útvegg hússins og fjarlægja glugga.

Konan, sem heitir Pat Brown, hringdi í neyðarlínuna eftir að hún datt á baðherberginu og gat ekki staðið á fætur. Baðherbergið er á annarri hæð í húsinu.

Sjúkraflutningamönnum tókst ekki að hnika konunni úr stað og hringdu þeir á slökkvilið, sem sendi þrjá bíla og 25 menn á staðinn.

Eftir að slökkviliðsmennirnir höfðu sagað hluta úr útvegg hússins, tekið burt baðherbergisgluggann og vegginn undir honum, klósettið og ofninn, settu þeir konuna í björgunarkörfu og þannig var hún borin niður sérstyrktan brunastiga.

Tíu slökkviliðsmenn færðu hana síðan á börur og í sjúkrabíl sem er sérútbúinn fyrir mjög stórt fólk, og var henni ekið á sjúkrahús. Konan reyndist ekki hafa meiðst alvarlega þegar hún datt, en gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu.

Slökkviliðsstjórinn segir þetta hafa verið óvenjulegt og erfitt verkefni, en Brown hafi verið einstaklega vinsamleg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg