Óvenjuleg ferðamennska

Þjóðverjar í sumarfríshugleiðingum munu í sumar loksins geta látið gamlan draum rætast og flogið naktir á áfangastað sinn.

Ferðaskrifstofan Ossiurlaub mun bjóða upp á eina prufuferð til ferðamannastaðarins Usedom við strönd Eystrasaltsins í júlí og mun miðinn kosta 370 evrur, eða um 36.000 krónur, á mann. Þetta er nokkru hærra verð en almennt er greitt fyrir flugfar en ástæðan mun vera smæð flugvélarinnar sem notuð verður.

Ferðafólk mun koma fullklætt inn í flugvélina en afklæðast þegar inn í hana er komið. Flugþjónar og flugmenn verða hins vegar í fötum

Náttúruhyggja, eða líkamsfrelsismenning, eins og hún kallast í Þýskalandi, nýtur enn töluverðra vinsælda þar í landi, einkum í austurhluta þess.

Talsmaður ferðaskrifstofunnar segist ekki vilja að fólk misskilji tilgang ferðarinnar, ekki sé ætlunin að koma fólki saman í háloftunum, heldur sé þarna komið til móts við óskir viðskiptavina. Það var einmitt viðskiptavinur Ossiurlaub sem átti hugmyndina og kom henni á framfæri við ferðaskrifstofuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg