Í bað með símann

John McCain er vonandi með vatnsheldan síma.
John McCain er vonandi með vatnsheldan síma. Reuters

Japanar eru meðal annars þekktir fyrir áhuga á hátækni farsímum og að baða sig oft og vel. Hingað til hefur þetta ekki verið talið fara vel saman en samkvæmt nýrri skoðanakönnun hefur 41,2% japönsku þjóðarinnar farið í bað að minnsta kosti einu sinni með símann. 

Það er ekki eins og síminn bíði á baðbrúninni heldur er hann nýttur til símtala, að senda tölvupóst eða til tónlistarhlustunar og spila leiki.

Samkvæmt könnuninni skiptir hvorki aldur né kyn þegar að notkun farsíma í baðinu kemur. Að vísu eiga ungmenni vinninginn þegar kemur að því að spila tölvuleiki í baði. Alls tóku 16.250 manns þátt í könnuninni sem var gerð á vegum Sega tölvuleikjaframleiðandans.

Niðurstaða könnunarinnar kemur farsímaframleiðendum ekki á óvart enda auglýsa sumir hverjir að símarnir þoli vatn og að það sé í góðu lagi að taka þá með í baðið. Um 85% Japana er með þriðju kynslóð af farsímum en í þeim er hægt að vafra á netinu og senda tölvupóst, sem er algengasta notkunin á farsímum meðal Japana í baðinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg