Neydd til að synda með ránfiskum

Lögreglan í Róm hefur bjargað tveimur systrum frá Búlgaríu úr ánauð í sirkús á Suður-Ítalíu. Önnur þeirra, 19 ára,  var neydd til að stinga sér til sunds með mannæturánfiskum í gegnsæjum tanki, allt í nafni skemmtanagildis.

Hin systirin, 16 ára, var þvinguð ofan í gám þar sem snákum var hent til hennar. Hún hlaut skaða af völdum eins þeirra, að sögn lögreglu.

Lögreglan hefur handtekið þrjá Ítala sem stjórnuðu sirkúsnum í Napólí og sakar mennina um þrælahald. Stúlkurnar fengu um 12.000 krónur á viku og bjuggu í hjólhýsi sem áður var notað til flutnings á dýrum, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg