Meðalmannslíf fellur í gengi

 Þótt flestir telji mannslífið ómetanlegt getur stundum þurft að setja verðmiða á það. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna, EPA, er meðal þeirra sem meta virði lífsins til fjár. Stofnunin notar þá upphæð – svokallað virði tölfræðilegs lífs – meðal annars til að áætla þjóðhagslegan ávinning af reglugerðarbreytingum sem hafa áhrif á lífslíkur fólks. Undanfarin fimm ár hefur upphæðin lækkað um nærri eina milljón dala.

Virði tölfræðilegs lífs er notað af ýmsum aðilum til að meta hagkvæmni breytinga. Það er ekki hugsað sem virði einnar ákveðinnar manneskju, heldur lífs meðaleinstaklingsins. Þannig er hægt að bera saman annars vegar kostnað við ákveðnar breytingar og hins vegar ávinning af þeim mannslífum sem breytingin kemur til með að bjarga. Með slíku reikningsdæmi er hægt að sjá hvort breytingar í öryggisátt svara kostnaði.

Með því að skoða skýrslur EPA tólf ár aftur í tímann komst AP-fréttastofan að því að undanfarin fimm ár hefur virði tölfræðilegs lífs lækkað umtalsvert í reiknilíkönum. Fyrir fimm árum nam það 7,8 milljónum dala að núvirði, en í maí síðastliðnum aðeins 6,9 milljónum.

Duldar ástæður?

Náttúruverndarsamtök gagnrýna breytingu EPA og segja hana til þess fallna að vinna gegn umhverfisvernd. Gera menn því jafnvel skóna að stjórnvöld standi að þessu – en talsmenn EPA neita því.

„Með því að minnka virði mannslífs er í rauninni verið að svindla á bókhaldinu,“ hefur Washington Post eftir Frank O'Donnell, talsmanni Clean Air Watch. „Þannig virðist ávinningurinn af því að hreinsa andrúmsloftið vera minni, sem skerðir málstað þeirra sem berjast fyrir umbótum í loftslagsmálum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg