Eggið á 35 milljarða

Reuters

Eitt hundrað milljarða dollara seðill sem gefinn hefur verið út í Zimbabwe er fjórði stærsti peningaseðill sem gefinn hefur verið út í heiminum, en óðaverðbólgan í landinu í þessum mánuði er 2,2 milljónir prósenta.

Eitt egg á markaði í Harare kostar nú 35 milljarða zimbabwedollara.

Robert Mugabe forseti hefur ákveðið að skera þrjú núll af dollaranum, og er það nýjasta skrefið í æðisgengnu kapphlaupi stjórnvalda við verðbólguna.

Seðillinn með núllunum 11 er reyndar nokkuð langt frá því að vera sá stærsti sem prentaður hefur verið, en það var ungverskur pengó, sem gefinn var út 1946, en á honum voru 18 núll.

Í öðru sæti er þýskur pappírsmarksseðill frá 1923, en á honum voru 14 núll. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru ótrúlega mörg smáatriði, sem þú þarft að afgreiða til þess að koma áhugamáli þínu í höfn. Reyndu að halda í vonina og bjartsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru ótrúlega mörg smáatriði, sem þú þarft að afgreiða til þess að koma áhugamáli þínu í höfn. Reyndu að halda í vonina og bjartsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg