Ekkjumenn binda sig fyrr en ekkjur

Fráskildir karlar og karla sem misst hafa eiginkonur sínar gifta sig að jafnaði fyrr að nýju en konur í sömu stöðu, samkvæmt niðurstöðu nýrrar danskrar rannsóknar. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.Könnunin sem unnin var við háskólann í Árósum leiðir í ljós að fimm sinnum fleiri karlar gifta sig að nýju eftir skilnað eða makamissi en konur.

„Margir karlar sakna nándarinnar. Konur upplifa það ekki með sama hætti. Kannski vegna þess að þær njóta hennar í tengslum við börn sín, vini eða systkini,” segir Maja O'Connor doktor í sálfræði við Árósarháskóla. Þá segir hún að svo virðist sem margar konur verði mun félagslyndari þegar þær séu orðnar einhleypar en að það sama eigi ekki við um karla.

Rannsóknin leiðir einnig í ljós að mun meiri líkur eru á að karlar leiðist út í misnotkun en konur eftir að þeir verða einir. Þá fremja hlutfallslega fleiri karlar en konur sjálfsvíg eftir að þeir verða einhleypir.

Rithöfundurinn og hjónaráðgjafinn Martin Østergaard varar hins vegar við því að hætt sé við að karlar gefi sér ekki tíma til að syrgja fyrrum maka sinn áður en þeir helli sér út í næsta samband og að það geti skaðað hið nýja samband.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg