Lögregluhundur kvaddur

Ringo starfaði fyrir lögregluna í Clinton á árunum 2001-2008 en …
Ringo starfaði fyrir lögregluna í Clinton á árunum 2001-2008 en féll frá með sviplegum hætti þann 20. febrúar sl. Bob Fowler

Ekkert var til sparað í hjartnæmri minningarathöfn í Clinton í Tennesse í gær, þar sem lögregluhundurinn Ringo var kvaddur í hinsta sinn. Bílalest  samtals 30 lögreglubíla var ekið löturhægt undir risastórum bandarískum fána sem blakti úr stigum slökkviliðsbíla, sem fylgdu bílalestinni. Þá var nafn hundsins var stafað í risastórri blómaskreytingu á framrúðu lögreglubílsins sem hundurinn Ringo starfaði í ásamt mennskum félaga sínum, lögreglumanninum Rick Coley.

Yfir 100 manns mættu í félagsmiðstöð bæjarins til að votta hundinum, sem drapst úr nýrnabilun, virðingu sína. Ljósmyndum af Ringo að störfum var varpað á vegg salarins og stór plaköt af Ringo og verðlaun sem hann hafði hlotið fyrir störf sín var stillt upp við krukkuna, þar sem jarðneskar leyfar hundsins hvíldu, en hann var brenndur. Enginn fór í felur með tilfinningar sýnar og sáust fjölmargir gestir minningarathafnarinnar þerra tár af hvarmi.

„Enginn stóðst Ringo snúning þegar kom að hæfileikanum til að finna ólögleg fíkniefni eða þefa uppi eftirlýsta glæpamenn,“ sagði lögreglustjórinn Mark Lucas, einn fjölmargra ræðumanna við athöfnina. Lögreglusveitin öll sammæltist um að Ringo hefði verið einn af þeim, rétt eins og hann væri mennskur.

Feðgarnir Jessy Ray og Spartacus Jordan syrgja Ringo sárt
Feðgarnir Jessy Ray og Spartacus Jordan syrgja Ringo sárt
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg