Dæmdur fyrir að hrifsa hárkollu af þingmanni

Hárfínt deilumál kom upp í Taiwan og maður var dæmdur …
Hárfínt deilumál kom upp í Taiwan og maður var dæmdur fyrir kolluhrifs. Myndin tengis fréttinni ekki að neinu leyti. mbl.is/Rax

Maður sem hrifsaði hárkollu af þingmanni í Taiwan í fyrra var dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Dómarinn sagði að þingmaðurinn hefði rétt á að líta vel út.

Huang Yung-tien sem er fimmtugur hrifsaði hárkolluna af Chiu Yi er hann gekk til þingsins til að leggja fram kvörtun gegn fyrrum forseta landsins en Yung-tien er stuðningsmaður forsetans.

Talsmaður réttarins sagði að dómarinn teldi að Chiu Yi sé frjálst að klæðast því sem hann vill og ef Chiu teldi að kollan gerði hann fallegri útlits hefði hann rétt á að ganga með hana.

Á fréttavef Reuters kemur fram sú skoðun dómarans að Yung-tien hafi tekið þann rétt af Chiu um leið og hárkolluna.

Kolluhrifsarinn hefur lýst því yfir að hann hafi einungis farið ógætilega að ráði sínu og að sér finnist refsingin fyrir ógætnina vera fram úr hófi hörð.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir