Ástin lenti á bið í 20 ár

Aftenposten fjallaði ítarlega um sögu Elisabethar og Sigurðar.
Aftenposten fjallaði ítarlega um sögu Elisabethar og Sigurðar. mbl.is

Eftir stutt samband sumarið 1987 skildi leiðir þeirra Sigurðar Sigurðarsonar Szarvas og Elisabethar Haugen, sem þá voru bæði 26 ára gömul. Þremur árum síðar hafði hinni norsku Elisabeth ekki tekist að gleyma honum og ákvað því að reyna að taka upp þráðinn.

„Ég herti upp hugann og hringdi í íslensku þjóðskrána, í von um að finna stóru ástina mína aftur, út frá þeim upplýsingum sem ég hafði,“ hefur vefútgáfa Aftenposten eftir henni. Í kjölfarið skrifaði hún ástarbréf til Sigurðar, árið 1990.

Svo vildi til að móðir Sigurðar tók á móti bréfinu og lagði það í skúffu. Bréfið datt hins vegar á milli þilja í kommóðunni og lá þar í 17 ár. Þá fékk Sigurður símtal frá móður sinni. „Ég fékk auðvitað áfall þegar ég las bréfið sem ég átti að fá fyrir 17 árum, því mér hafði heldur aldrei tekist að gleyma Elisabeth.“

Hann hafði strax uppi á netfangi hennar og sendi henni línu. Engum togum skipti þá að þau tóku upp þráðinn og tveimur mánuðum síðar flutti hún til Íslands, árið 2007.

Þau höfðu gert áætlanir um að gifta sig í september, en vegna kreppunnar á Íslandi hafa áætlanir breyst og eru þau nú flutt til Østfold í Noregi þar sem Sigurður er kominn með vinnu.

Í hnotskurn
» Þau unnu á næturklúbbi í Osló og kynntust þannig.
» Elisabeth var þá að skilja við fyrri mann sinn og hafði forræði yfir börnum þeirra. Hún einsetti sér að gleyma Sigurði eftir að hann fór heim, en það tókst ekki.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.