Fljúgandi prestar berjast við svínaflensuna

Rabbínarnir fljúgandi hafa leikið á hljóðfærið shofar. Það er búið …
Rabbínarnir fljúgandi hafa leikið á hljóðfærið shofar. Það er búið til úr horni hjartardýrs eða kindar og aðeins notað við hátíðleg tækifæri. Reuters

Gyðingaprestar og dulspekingar í Ísrael flugu yfir landið sl. mánudag í þeim tilgangi að koma í veg fyrir útbreiðslu svínaflensunnar svokölluðu. Um 50 trúarleiðtogar báðust fyrir og blésu sérstök blásturshljóðfæri, sem kallast shofar, og eru aðeins notuð við hátíðleg tækifæri.

Haft er eftir gyðingaprestinum Ytzhak Batzri í dagblaðinu Yedioth Ahronoth að tilgangurinn sé að stöðva útbreiðslu faraldursins og koma í veg fyrir dauðsföll. Hann segir að prestarnir séu þess fullvissir - þökk sé bænunum - að hættan sé liðin hjá.

Fram kemur á fréttavef BBC að í Ísrael sé aðeins talað um H1N1-veiruna en ekki svínaflensuna, enda svín óhrein dýr í gyðingatrú. Það er t.d. bannað að leggja sér svínakjöt til munns, skv. lögum gyðinga.

Þá segir að um 2.000 svínaflensutilfelli hafi greinst í landinu skv. tölum frá ísraelska heilbrigðisráðuneytinu. 

Myndskeið sem sýnir prestanna biðja í flugvélinni má sjá á vef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun hjá þér og láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í því máli, sem þú hefur tekið að þér. Græddur er geymdur eyrir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun hjá þér og láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í því máli, sem þú hefur tekið að þér. Græddur er geymdur eyrir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi