Féll gegnum lestarklósett

Litlu munaði að illa færi þegar indversk kona fæddi barn ofan í klósett í lest á ferð. Barnið féll niður klósettið og lenti á lestarteinunum.

Rinku Debu Ray, 28 ára, fékk skyndilega harðar hríðar seinnipart þriðjudags þegar hún var um borð í lest í Vestur-Bengal. Hún fór inn á snyrtinguna og settist á klósettið. Þegar barnið fæddist féll það í gegnum loku á botni klósettsins og beint á teinana fyrir neðan. Ray hljóp strax fram og stökk úr lestinni. Aðrir farþegar óttuðust að hún ætlaði að fremja sjálfsmorð svo þeir létu stöðva lestina.

„Við fórum úr lestinni og leituðum að konunni minni,“ sagði eiginmaðurinn Bhola Ray. „Klukkutíma síðar fundum við Rinku sitjandi við teinana með barnið í fanginu.“ Fjölskyldan fór aftur um borð og var flutt á næstu lestarstöð og þaðan á spítala. Læknar skoðuðu móðurina og barnið og sögðu að bæði væru við góða heilsu.

Svipað atvik átti sér stað í febrúar 2008 þegar stúlkubarn, sem fæddist fyrir tímann, féll gegnum lestarklósett. Hún fannst á teinunum tveimur klukkustundum síðar, heil og ósködduð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg