Viva Las Parkes!

Frá Elvis-hátíðinni í Parkes í Ástralíu.
Frá Elvis-hátíðinni í Parkes í Ástralíu.

Lestarstöðin í Sidney í Ástralíu var alsett gervidemöntum, hárlakki og samfestingum  í morgun, þegar 400 forfallnir aðdáendur rokkkóngsins Elvis Presley lögðu upp í ferð til smábæjarins Parkes.

Parkes er um 300 kílómetra vestur af Sidney, en þar er nú haldin átjánda árlega Presley-hátíðin. Kóngurinn hefði nefnilega orðið 75 ára í dag. Búist er við því að tíu þúsund manns taki Elvis-hraðlestina til Parkes til að taka þátt í húllumhæinu.

„Þetta er eiginlega bjargvættur bæjarins, svona í þurrkinum,” segir Ken Keith, bæjarstjóri í Parkes við AFP fréttastofuna, íklæddur rauðum samfestingi. „Allir hafa gaman af þessu. Unglingarnir, meira að segja rugby-leikmennirnir. Þetta er frábært.”

Hátíðin byrjaði sem lítil bæjarhátíð, en hefur nú breyst í landsþekktan viðburð og skartar næstum því 150 viðburðum sem tengjast Elvis, þar á meðal risastórri skrúðgöngu um miðbæ Parkes.

Á síðasta ári skapaði hátíðin svæðinu í kringum Parkes um fimmhundruð milljónir króna í tekjur, sem kemur sér vel þegar lítið er við að vera og þurrkurinn ætlar allt að drepa. Í dag eru gestir komnir frá Suður-Afríku, Bandaríkjunum og Skotlandi, svo fáein lönd séu nefnd.

Mörghundruð manns tóku á móti Elvis-aðdáendunum þegar þeir mættu á lestarstöðina í Parkes. „Viva Las Parkes!” hrópaði einn Elvisinn til fólksins, en það svaraði um hæl: „Lengi lifi konungurinn!”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg