Chiie í stað Chile á mynt

Gregorio Iniguez, sem hafði yfirumsjón með myntslætti hjá Seðlabanka Chile, hefur verið rekinn vegna þess að nafn landsins er vitlaust stafsett á smápeningunum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Um er að ræða 50 pesóa mynt sem gefinn var út árið 2008. Í stað þess að nafn landsins sé ritað C-H-I-L-E stendur C-H-I-I-E. Meira en ein og hálf milljón slíkra peninga er nú í umferð, en mistökin uppgötvuðust ekki fyrr en í fyrra rúmu ári eftir að myntin var slegin.

Stjórnvöld hafa engin áform um að taka myntina úr umferð, en hún er þegar orðin safngripur í augum myntsafnara. Margir vonast til þess að myntin verði verðmæt þegar fram í sæki vegna þessara einstöku mistaka.

Málið þykir almennt spaugilegt í Chile þó ekki hafi það aukið traust almennings á seðlabankanum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg