Lentu á rangri Kanaríeyju

.
.

Farþegar, sem ætluðu að fara með írska lággjaldaflugfélaginu Ryanair til Lanzarote, einnar af Kanaríeyjunum, voru hins vegar skildir eftir á nágrannaeyjunni Fuerteventura og þurftu sjálfir að koma sér á áfangastað.

Veður hefur verið með versta móti á Kanaríeyjum að undanförnu, rok og rigning, og því gat flugvél Ryanair ekki lent á flugvellinum  á Lanzarote þegar hún kom frá Bretlandi.  Því var vélinni lent á Fuerteventura.

120 farþegar fóru út úr vélinni og þurftu síðan að sjá um sig sjálfir, finna næturgistingu og far til Lanzarote daginn eftir. Að sögn breska blaðsins Daily Telegraph skipti Ryanair sér ekkert af farþegunum.

Blaðið segir, að ein fjölskylda hafi þurft að borga jafnvirði 75 þúsund króna fyrir gistingu á hóteli skammt frá flugvellinum. Aðrir farþegar voru afar óánægðir með þjónustu flugfélagsins.

„Þeir sögðu í hátalarakerfi flugvélarinnar: Þið verðið sjálft að sjá um ykkur það sem eftir er af ferðinni," sagði Kay Wright, einn farþeginn, við  Daily Telegraph. „Eftir að við lentum var enginn sem tók á móti okkur í flughöfninni og enginn fulltrúi Ryanair. Það var enga aðstoð að fá og engar upplýsingar að hafa."

Samkvæmt evrópskum reglum þarf Ryanair ekki að bæta farþegum tjón, sem verður vegna ófyrirséðra aðstæðna. Talsmaður Ryanair segir við blaðið, að flugvélin hafi þurft að lenda á Fuerteventura vegna óveðurs á Lanzarote og einnig hafi veðrið haft áhrif á ferjusiglingar milli eyjanna. Farþegarnir hafi fegnið upplýsingar um réttindi þeirra. 

Þá hafi Ryanair gert ráðstafanir til að ferjufélag flytti farþegana án endurgjalds til Lanzarote daginn eftir.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg