Þingmenn slógust á Taívan

Sinn er siður í landi hverju og í austurhluta Asíu virðist það ekki vera tiltökumál þótt þingmenn takist ekki á með orðum heldur örmum.

Átök brutust út í þingi Taívans í dag vegna umdeilds samnings um efnahagssamvinnu við Kína. Tveir þingmenn þurftu að leita sér læknishjálpar eftir að tveir tugir þingmanna, sem eru andvígir samningnum, reyndu að koma í veg fyrir að atkvæði yrðu greidd um hann.

Samkvæmt samningnum verða innflutningstollar á um 800 vörutegundum frá Kína lækkaðir. Andstæðingar samningsins óttast, að þetta muni skaða lítil fyrirtæki á Taívan vegna þess að ódýrar kínverskar vörur flæði inn á markaðinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg