Fannst eftir tvö ár í skolpinu

Að vísu ekki sami hringur en verðmætur fyrir það
Að vísu ekki sami hringur en verðmætur fyrir það Reuters

Bresk kona hefur fengið demantshring sinn aftur í hendurnar eftir að hafa fyrir slysni sturtað honum niður í klósettið fyrir tveimur árum. Réð hún pípulagnafyrirtæki í að leita hringsins í skolpinu og tókst loks að finna hann.

Greint er frá þessu á vef Daily Telegraph. Þar kemur fram að fyrirtækið hafi meðal annars komið myndavél fyrir í skolptankinum án árangurs. Reynt var að sía 12 þúsund tonn af skolpi og jafnvel maður sendur inn í tankinn til þess að leita hringsins verðmæta með aðstoð málmleitartækis.

En fyrir einskæra tilviljum fannst hringurinn nýverið þegar sama fyrirtæki, og hafði leitað hringsins ákaft fyrir rúmum tveimur árum fann hringinn í skolpi. Að vísu vantaði tvo litla demanta á hringinn eftir að hafa velkst um í skít í rúm tvö ár en konan er alsæl enda hafði hún fengið hringinn að gjöf frá eiginmanninum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg