Lífvörður Hitlers hættur að svara aðdáendabréfum

Rochus Misch.
Rochus Misch. Reuters

Rochus Misch er síðasti eftirlifandi lífvörður Adolfs Hitlers, leiðtoga þýskra nasista. Misch, sem er 93 ára gamall, segist fyrir aldurs sakir ekki lengur geta geta svarað þeim gríðarlega fjölda aðdáendabréfa sem sér berist hvaðanæva úr heiminum. Honum hefur m.a. borist bréf frá Íslandi.

Misch segir í samtali við æsifréttablaðið Berliner Kurier að flestir sem sendi sér bréf biðji um eiginhandaráritun. Nú segir Misch, sem notast við göngugrind heima hjá sér, ekki geta það lengur vegna aldurs. 

„Þau [bréfin] koma frá Kóreu, frá Knoxville í Tennessee, frá Finnlandi og Íslandi - og í engu þeirra er talað illa um neinn,“ segir Misch, sem er talinn vera síðasti maðurinn sem hafi séð Hitler og aðra hátt setta nasista á lífi. Um 65 ár eru liðin frá því seinni heimsstyrjöldinni lauk

Misch hafði þann vana á að senda aðdáendum sínum undirrituð eintök af ljósmyndum af sjálfum sér í SS-búningi á tímum seinna stríðs. Nú eru breyttir tímar og safnast pósturinn fyrir í íbúð Misch, sem er í suðurhluta Berlínar.

Misch svaraði einnig í síma fyrir Hitler og var sendill. Ævisaga hans, Der letzte Zeuge, kom út árið 2008 í Þýskalandi og er unnið að því að kvikmynda hana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg