Skilaði þúsundföldum launum

Bresk pund.
Bresk pund.

Verkfræðingur sem starfar fyrir Alcoa Howmet í Exeter á Bretlandseyjum fékk greitt andvirði rúmlega 374 milljóna íslenskra króna í síðustu viku. Viðurkenndu yfirmenn hans að hafa fyrir mistök borgað honum „talsverða“ upphæð.

Starfsmaður var sagður hafa verið furðu lostinn yfir hinni gríðarlegu búbót en hann tjáði yfirmönnum sínum umsvifalaust að hann myndi skila upphæðinni sem er sögð um þúsundföld venjuleg laun hans. Breska blaðið The Guardian segir frá þessu í dag á vefsíðu sinni.

„Við erum mjög ánægðir með að starfsmaðurinn hafi brugðist svo skjótt við og að hann hafi verið svona heiðarlegur. Það sýnir mikil heilindi,“ var haft eftir yfirmanni mannsins.

Þó að fyrirtækið væri ánægt með framkomu starfsmannsins þá væri málið tekið alvarlega og yrði rannsakað. Telur fyrirtækið ofborgunin hefði uppgötvast innan fárra daga og að starfsmaðurinn hefði verið beðinn um að skila fénu ef hann hefði ekki gert það að fyrra bragði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg